Fréttir

VITAgolf með úrval haustferða til Spánar og Portúgals
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 3. júní 2020 kl. 10:05

VITAgolf með úrval haustferða til Spánar og Portúgals

„Við hlökkum til að ferðast og golfast í hita og sólinni á ný,“ segir Peter Salmon.

„Við höfum sett fram ágætt úrval af golfferðum í haust og þarna eru nokkrar nýjungar en framboðið verður auðvitað ekki eins mikið og það hefði verið í venjulegu áferði vegna Covid-19,“ segir Peter Salmon hjá VITAgolf en ferðaskrifstofan hefur auglýst ferðirnar sem verða í boði í haust til Portúgals og Spánar.

Peter segir að um sé að ræða 7, 10, 11 og 14 nátta ferðir til vinsælla staða sem VITAgolf hefur verið með undanfarin ár eins og Islantilla en þar hefur hótelið verið endurnýjað. Islantilla hefur verið mesti sótti golfstaður Íslendinga í aldarfjórðung en auk þess verða ferðir til El Rompido, Valle Del Este og La Finca. Flogið verður til Madeira í haust og vor en þar verður gist á 5 stjörnu klassísku sveitahóteli í 8 nátta ferð í haust og aftur næsta vor. Á Penina í Portúgal verður golfskóli en þar er frábær aðstaða fyrir byrjendur á 5 stjörnu golfrísorti. Peter bendir á að í boði verði ferðir til Golf Del Sur áTenerife og verðið verðið betra en nokkru sinni fyrr.

„Við höfum sett fram frábært úrval af mjög skemmtilegum golfferðum núna í haust og vetur og líka fyrir vorið 2020.  Þarna eru nokkrar nýjungar en auk þess eru skemmtilegar endurbætur á stöðum okkar erlendis. Við erum mjög stolti að kynna svo margar golfferðir bæði núna í haust og svona langt fram í tíman miðað við ástandið í heiminum. Við erum mjög bjartsýn með framhaldið, “ segir Peter Salmon hjá VITAgolf en ferðaskrifstofan hefur auglýst ferðirnar sem verða í boði í haust til Portúgals og Spánar.

 „Eftir skrýtna veirutíma eru fyrstu vísbendingar eftir að margar bókanir hafi nú þegar komið í hús, að viðskiptavinir hlakka til að ferðast og golfast í hita og sólinni á ný,“ sagði Peter Salmon.

Nánar á heimasíðu VITAgolf.

Morgado svæðið í Portúgal.

Hótelið á Islantilla svæðinu hefur allt verið endurnýjað en þetta hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga í aldarfjórðung.

Golfskóli verður í boði á Penina í Portúgal en þetta er glæsilegt fimm stjörnu golfrísort.

Boðið verður upp á ferðir til Madeira.