Fréttir

Wolff meðal yngstu sigurvegara í sögu PGA mótaraðarinnar
Matthew Wolff.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 20:36

Wolff meðal yngstu sigurvegara í sögu PGA mótaraðarinnar

Matthew Wolff hefur heldur betur komið inn á PGA mótaröðinni með trompi en hann þurfti aðeins þrjú mót sem atvinnumaður til að vinna sitt fyrsta mót. Hann er fæddur 14. apríl árið 1999 og er hann því aðeins 20 ára, 2 mánaða og 23 daga gamall.

Með sigrinum um helgina varð Wolff yngsti kylfingurinn síðan árið 2013 til að vinna mót á mótaröðinni en það ár vann Jordan Spieth John Deere Classic mótið, aðeins 19 ára, 11 mánaða og 17 daga gamall.

Það eru þó nokkir kylfingar sem hafa unnið mót og verið yngri en báðir. Til að mynda er Wolff 9. yngsti kylfingurinn í sögunni til að vinna mót en Spieth er 5. yngsti. Yngstur er Charles Kocsis en hann var aðeins 18 ára, 6 mánaða og 9 daga gamall þegar hann vann Michigan Open árið 1931.

Hér er listi yfir 10 yngstu sigurvegara sögunnar á PGA mótaröðinni:

10. Francis Ouimet - 20 ára, 4 mánaða og 12 daga (U.S. Open 1913)
9. Matthew Wolff - 20 ára, 2 mánaða og 23 daga (3M Open 2019)
8. Ralph Guldahl - 20 ára, 2 mánaða og 9 daga (Arizona Open 1932)
7. Charles (Chick) Evans, Jr. - 20 ára, 1 mánaða og 15 daga (Western Open 1910)
6. Gene Sarazen - 20 ára og 5 daga (Southern Open 1922)
5. Jordan Spieth - 19 ára, 11 mánaða og 17 daga (John Deere Classic 2013)
4. Johnny McDermott - 19 ára, 10 mánaða og 14 daga (U.S. Open 1911)
3. Ralph Guldahl - 19 ára, 8 mánaða og 3 daga (Santa Monica Open 1931)
2. Harry Cooper - 19 ára og 4 daga (Galveston Open 1923)
1. Charles Kocsis - 18 ára, 6 mánaða og 9 daga (Michigan Open 1931)

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640