Fréttir

Wolff og Morikawa báðir orðnir meðlimir PGA mótaraðarinnar
Matthew Wolff og Collin Morikawa.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 10. júlí 2019 kl. 20:12

Wolff og Morikawa báðir orðnir meðlimir PGA mótaraðarinnar

Það var eflaust aðeins spurningum hvenær kylfingarnir Matthew Wolff og Collin Morikawa yrðu orðnir fastamenn á mótum PGA mótaraðarinnar. En það bjuggust kannski ekki margir við því að það yrðu svona snemma, því báðir kylfingarnir, eftir góðan árangur á 3M Open mótinu eru komnir með þátttökurétt á PGA mótaröðinni.

Með sigri sínum þá er Wolff kominn með þátttökurétt á PGA mótaröðinni út tímabilið 2020/21. Á meðan hefur Morikawa verið veittur tímabundinn þátttökuréttur á mótaröðinni út tímabilið 2018/2019. Morikawa getur með þessum réttindum fengið boð í eins mörg mót og hann vill og með góðum árangri getur hann unnið sér inn fullan þátttökurétt fyrir tímabilið 2019/2020.

Wolff varð um helgina aðeins þriðji kylfingurinn í sögu mótaraðarinnar til þess að vinna NCAA meistaramótið, sem er lokamót bandaríska háskólagolfsins, og sitt fyrsta PGA mót sama árið. Aðeins Ben Crenshaw (1973) og Tiger Woods (1996) hafa leikið það eftir.

Morikawa er fjórða kylfingurinn á þessu ári sem hlýtur þennan tímabundna þátttökurétt en fyrir eru þeir Matthew Fitzpatrick, Lucas Bjerregaard og Doc Redman með þau réttindi.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640