Fréttir

Woodland og Reed fóru best af stað á Hero World Challenge
Gary Woodland.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 19:41

Woodland og Reed fóru best af stað á Hero World Challenge

Hero World Challenge mótið hófst í dag og voru það þeir Gary Woodland og Patrick Reed sem léku bestu á fyrst hringnum. Þeir eru tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Woodland fékk átt fugla á hringnum í dag, fjóra á fyrri og fjóra á seinni, en á móti fékk hann tvo skolla og kom hann í hús á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Reed fékk aftur á móti sjö fugla í dag og aðeins einn skolla á leið sinni að 66 höggum.

Chez Reavie, sem fékk boð í mótið um helgina eftir að Dustin Johnson dróg sig úr leik vegna meiðsla, er einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari.

Gestgjafi mótsins, Tiger Woods, átti skrautlegan hring í dag. Hann var á tveimur höggum yfir pari eftir 10 holur en eftir þrjá fugla, örn og eitt par á holum 11-15 var hann kominn á þrjú högg undir par. Hann endaði svo daginn á skolla og tvöföldum skolla og kom því í hús á 72 höggum, eða pari vallar. Woods er jafn í 11. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.