Fréttir

Woodland skipti um kylfu í miðju móti
Gary Woodland.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 20:52

Woodland skipti um kylfu í miðju móti

Gary Woodland vann um helgina sitt fyrsta risamót þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu. Hann endaði mótið á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum á undan Brooks Koepka.

Woodland leikur með kylfum frá Wilson Staff. Það kemur eflaust mörgum á óvart en Woodland var ekki með sömu kylfur í pokanum allt mótið.

Það er ekki óalgengt að kylfingar breyti um kylfur milli hringja þegar möguleiki á sigri er ekki lengur til staðar. Woodland skipti aftur á móti um kylfur og setti aðra í pokann eftir að hafa leikið á 65 höggum annan daginn, þar sem hann kom sér í forystuna.

Kylfan sem hann tók úr pokanum var 18° Wilson Staff Prototype „drævjárn“ og í staðin setti hann Wilson Staff Blade 3-járn. Það er greinilegt að það kom ekki að sök að hafa skipt um kylfu í miðju móti.