Fréttir

Woods: „Ákvað að láta reyna á þetta“
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 21:35

Woods: „Ákvað að láta reyna á þetta“

Fyrsta mót FedEx úrslitakeppninnar fór fram um síðustu helgi þegar Northern Trust mótið fór fram. Það var Patrick Reed sem fagnaði sigri. Ein af fréttum helgarinnar var þó sú að Tiger Woods dró sig úr leik á föstudaginn vegna smávægilegra meiðsla.

Nú er Woods aftur á móti mættur á Medinah völlinn þar sem annað mót úrslitakeppninnar, BMW Championship mótið, fer fram. Mótið hefsta á fimmtudaginn og á sunnudaginn ræðst hvaða 30 kylfingar komast í Tour Championship mótið, sem er lokamótið.

Í viðtali í dag sagði Woods að hann hefði alls ekki verið viss hvort hann ætti að vera með, ekki fyrr en seint í dag.

„Mér líður vel, líður miklu betur en mér leið í síðustu viku. Mér leið vel í morgun þannig ég ákvað að láta reyna á þetta.“