Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Woods eini kylfingurinn á 100 manna lista Time
Tiger Woods.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 15:00

Woods eini kylfingurinn á 100 manna lista Time

Tiger Woods er eini kylfingurinn sem kemst á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heimi.

Alls eru fimm íþróttamenn á listanum. Hinir eru körfuboltamaðurinn Lebron James, frjálsíþróttakonan Caster Semenya og fótboltafólkið Alex Morgan og Mohamed Salah.

Eftir erfið ár er Tiger Woods aftur orðinn einn besti kylfingur heims. Á uppfærðum heimslista eftir Masters mótið situr Woods í 6. sæti listans og nálgast nú toppsætið eftir að hafa verið rúmlega 1000 sætum neðar fyrir einungis 18 mánuðum.

Woods er einum sigri frá því að vera sigursælasti kylfingur PGA mótaraðarinnar frá upphafi og þremur risatitlum frá því að jafna met Jack Nicklaus yfir flesta risatitla.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is