Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Woods fór út að borða í græna jakkanum
Tiger Woods.
Mánudagur 22. apríl 2019 kl. 18:04

Woods fór út að borða í græna jakkanum

Tiger Woods og kærasta hans, Erica Herman, fóru út að borða um helgina á The Woods Jupiter veitingastaðnum. Jakki Woods vakti sérstaka athygli en hann var í fallega græna jakkanum sem hann vann fyrir rúmri viku á Masters mótinu.

Aðdáandi Woods náði mynd af sér með kappanum sem var í nokkuð hefðbundnum fötum fyrir utan græna jakann.

Twitter síðan Tiger Tracker endurbirti mynd af Woods á síðu sinni og velti fyrir sér hvort eitthvað væri svalara en að hitta mann með derhúfu, í stuttbuxum, bol, og í grænum jakka.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is