Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Woods pirraður á pútternum
Tiger Woods.
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 09:00

Woods pirraður á pútternum

Tiger Woods lauk leik jafn í 30. sæti eftir að leika síðasta hring Players meistaramótsins á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann endaði því mótið á samtals sex höggum undir pari, 10 höggum á eftir Rory McIlroy sem fagnaði sigri.

Miklar umræður hafa verið um misjafnt gengi Woods á flötunum. Um um helgina var hann með 117 pútt í öllu mótinu og sagðist hann hafa verið pirraður með pútterinn um helgina.

„Ég er pirraður á hversu mörg pútt kræktu hjá mér um helgina. Þetta var ein af þessum helgum þar sem ég náði aldrei að komast á neitt skrið.“

Þrátt fyrir misjafnt gengi er Woods bjartsýnn á framhaldið og veit hvað hann þarf að gera til að vera sem best tilbúinn fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið.

„Hann [leikurinn hjá Woods] er á góðum stað. Ég get slegið boltann í báðar áttir sem þú þarft á Masters mótinu. Þarf bara að fá nokkur pútt til að detta, það er það eina.“

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)