Fréttir

Woods stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó
Tiger Woods.
Þriðjudagur 14. maí 2019 kl. 21:30

Woods stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó

Tiger Woods sagði í viðtali fyrir annað risamót ársins, PGA meistaramótið, að hann væri spenntur fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári sem fram fara í Tókýó í Japan.

Á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 var golf leikið í fyrsta sinn síðan 1904 en þá var Woods frá vegna meiðsla. 

„Væri ég til í að keppa á Ólympíuleikunum? Já. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég keppti þar, en það verður erfitt að komast í liðið.“

Woods hefur ekki spilað í móti síðan hann vann Masters mótið í síðasta mánuði sagði einnig að tækist honum að leika vel í stóru mótunum þá ætti hann möguleika.

„Ef ég stend mig vel í stóru mótunum þá getur þetta orðið að veruleika.“

Rúnar Arnórsson
[email protected]