Fréttir

Woods undirbýr sig heima síðustu vikurnar fyrir Masters mótið
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 27. október 2020 kl. 19:50

Woods undirbýr sig heima síðustu vikurnar fyrir Masters mótið

Tiger Woods mun eyða næsta dögum heima hjá sér í undirbúning fyrir loka risamót ársins, Masters mótið, sem hefst fimmtudaginn 12. nóvember næstkomandi.

Eftir Zozo meistaramótið sem kláraðist á sunnudaginn sagðist Woods ekki viss hvort hann hyggðist leika í Vivint Houston Open mótinu sem fer fram vikuna fyrir Masters mótið þar sem Woods á titil að verja. Síðan að Woods gerðist atvinnumaður hefur hann aldrei leikið helgina á undan Masters mótinu og kom þetta því mörgum á óvart.

„Ég mun taka ákvörðun fljótlega,“ sagði Woods eftir lokahringinn á sunnudaginn. „Ég ætla ekki að draga það á langinn að ákveða hvort ég verði með í mótinu í Houston eða ekki.

Nú hefur umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, aftur á móti tilkynnt að Woods muni ekki leika í mótinu og muni eyða næstu dögum heima hjá sér við undirbúning.

„Það voru einhverjar vangaveltur um það hvort Woods yrði með í Houston eftir ummæli hans á sunnudaginn en nú hefur hann tekið þá ákvörðun að undirbúa sig fyrir Masters mótið heima.“

Það verður seint sagt að spilamennska Woods hafi verið góð en besti árangur hans á síðasta tímabili kom á Farmers Insurance Open mótinu í janúar þar sem að hann endaði jafn í níunda sæti. Eftir að PGA mótaröðin fór af stað að nýju eftir hlé er besti árangur hans 37. sæti á PGA miestaramótinu. Það er þó aldrei hægt að útiloka Woods á Augusta National vellinum þar sem Masters mótið er leikið.