Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Woods vantar einn jakka til að jafna við Nicklaus
Tiger Woods og Jack Nicklaus
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 22:00

Woods vantar einn jakka til að jafna við Nicklaus

Með sigri sínum á sunnudaginn í Masters mótinu komst Tiger Woods upp fyrir Arnold Palmer yfir þá kylfinga sem hafa unnið flesta græna jakka.

Þetta var í fimmta skiptið sem Woods fagnar sigri á mótinu en áður gerði hann það árin 1997, 2001, 2002 og 2005. 

Nú vantar Woods aðeins einn jakka til viðbótar til þess að jafna við goðsögnina Jack Nicklaus en hann er einu einstaklingurinn ásamt Harry Vardon til að vinna sama risamótið sex sinnum. Vardon vann Opna mótið sex sinnum.

Margir telja Masters mótið vera það mót sem Woods eigi mestan möguleika á að vinna í framtíðinni en tíminn einn verður að leiða það í ljós hvort hann nái að jafna við Nicklaus.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is