Fréttir

Woods: „Ég þarf að gera allt rétt til að bæta met Nicklaus“
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 2. desember 2019 kl. 22:30

Woods: „Ég þarf að gera allt rétt til að bæta met Nicklaus“

Tiger Woods hefur verið upptekinn undanfarið þar sem mótið hans, Hero World Challenge, hefst á miðvikudaginn og hann er einnig fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum sem hefst í næstu viku. Hann hefur lítið tjáð sig um tímabilið 2020 og hver markmiðin séu fyrir tímabilið. Aftur á móti þá lét hann hafa eftir sér að hann teldi að 18 risatitlar Jack Nicklaus, sem er met, væri eitthvað sem hann ætti möguleika á að bæta

„Ég held að það sé hægt, ég held það. Að sjálfsögðu þarf ég að gera allt rétt eins og ég gerði á Augusta og þetta þarf allt að smella saman.“

Woods verður 44 ára 30. desember næstkomandi vann sitt 15. risamót í apríl á þessu ári þegar hann bar sigur úr býtum á Masters mótinu. Þá höfðu liðið meira en 10 ár milli risatitla hjá Woods. Risatitillinn í ár var sá fyrst sem Woods vann þar sem hann var ekki í forystu fyrir síðasta daginn.

„Ég var 14-1 í risamótum þar sem ég var einn í forystu eða jafn fyrir Masters í ár. Ég náði loksins komast yfir það. Hver veit hvort ég geti komið að aftan aftur.“