Fréttir

„Ég veit ekki hvað hann var að gera, byggja sandkastala,“ segir Koepka um Patrick Reed
Brooks Koepka.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kl. 20:18

„Ég veit ekki hvað hann var að gera, byggja sandkastala,“ segir Koepka um Patrick Reed

Fyrrum efsti maður heimslistans, Brooks Koepka, sagði nýverið í viðtali við PGA Tour SiriusXM þáttinn að Ryder bikars liðsfélagi sinn Patrick Reed hafi verið að „byggja sandkastala“ í frægu atriði sem skeði á Bahamas síðastliðinn desember.

Eins og frægt er orðið þá fékk Reed tvö högg í víti fyrir að bæta legu sína. Margir kylfingar hafa tjáð sig um málið og einhverjir gengið svo langt að kalla hann svindlara. Reed sjálfur hefur neitað sök og sagt að um óviljaverk hafi verið að ræða.

Koepka var spurður út í atriðið á dögunum og lá hann ekki á svörum.

„Ég veit ekki hvað hann var að gera, byggja sandkastala. Þú veist hvar kylfan er. Ég var frá í þrjá mánuði og ég get lofað ykkur því að eftir það þá vissi ég alveg hvort að kylfan min væri að snerta sand. Hann dróg kylfinga tvisvar aftur og ýtti henni svo niður.“

Í framhaldinu sagði Koepka að á sínum ferli hefði hann alveg séð kylfinga brjóta reglur en hafi hingað til ekki sagt neitt en myndi bregðast öðruvísi við í dag.

„Ég hef ekki sagt neitt hingað til. Aftur á móti, vegna þess hvar ég er í leiknum og orðsporið sem ég hef, þá myndi ég pottþétt segja eitthvað í dag.“

Það er ljóst að kylfingar og fjölmiðlar ætla ekki að láta þetta atriði gleymast.

Tengdar fréttir:

Myndband: Reed fékk tvö högg í víti fyrir þetta
Rory um Reed: „Þetta leit illa út"
Smith vorkennir Reed ekki neitt
Reed segist ekki vera svindlari
Myndband: Justin Thomas gerir grín að Patrick Reed
Myndband: Langt og erfitt ár framundan hjá Reed?
Lögfræðingur Reed varar fréttamenn við því að kalla hann svindlara