Fréttir

„Gaman að fá svona marga fugla og erni“ - Íslendingarnir keppa í N-Írlandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 9. ágúst 2022 kl. 12:01

„Gaman að fá svona marga fugla og erni“ - Íslendingarnir keppa í N-Írlandi

„Ég var að spila mjög vel og það var gaman að fá svona marga fugla og erni,“ segir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur en hann varð í 3. sæti á Vierumäki Finnish Challenge í Finnlandi um síðustu helgi.

„Þetta voru aðeins of margir skollar en heilt yfir var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Það var góð ákvörðun að koma heim um daginn og spila í Hvaleyrarbikarnum,“ sagði Guðmundur. Þetta var hans besti árangur á Áskorendamótaröðinni sem er sú næsta stærsta í Evrópu.

Guðmundur hefur þrívegis verið á meðal 10 efstu en þetta er fjórða tímabilið hjá Guðmundi Ágústi á þessari mótaröð. Hann hefur leikið alls á 48 mótum á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur hefur aldrei áður verið á meðal þriggja efstu á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki. Fyrir þetta mót var 5. sætið besti árangur hans á mótaröðinni, á Írlandi árið 2020. Hann hefur þrívegis verið á meðal 10 efstu en þetta er fjórða tímabilið hjá Guðmundi Ágústi á þessari mótaröð. Hann hefur leikið alls á 48 mótum á Áskorendamótaröðinni.

Í þessari viku keppir Guðmundur Ágúst á sjálfri DP Evrópumótaröðinni – sem er sterkasta atvinnumannadeildin í Evrópu. Leikið verður á Galgorm Castle & Massereene, Antrim, í Norður Írlandi. Það verður í sjötta sinn sem Guðmundur Ágúst keppir á DP Evrópumótaröðinni. „Við verðum þrír Íslendingarnir á þessu móti í Norður Írlandi, ég, Haraldur Franklín og Bjarki Péturs,“ sagði Guðmundur Ágúst.

Staða Guðmundar á Áskorendamótaröðinni: 

Staða Haraldar Franklín á Áskorendamótaröðinni: 

Staða Bjarka Péturssonar á Áskorendamótaröðinni: