Fréttir

„Sláðu í gegn“ á Vesturlandi
Víkurvöllur í Stykkishólmi. Ljósmynd: Facebook/Golfklúbburinn Mostri
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 25. maí 2022 kl. 09:29

„Sláðu í gegn“ á Vesturlandi

Golfklúbburinn Mostri, Stykkishólmi. 26. maí 2022, kl. 13-16

Kynning á golfíþróttinni undir handleiðslu PGA kennara, léttir og skemmtilegir leikir fyrir alla og grillveisla, er meðal þess sem í boði verður á „Golfdeginum á Vesturlandi“, fimmtudaginn 26. maí nk. á Víkurvelli Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi.

Um er að ræða samstarfverkefni GSÍ, KPMG, PGA, R&A og Mostra en KPMG er einn af samstarfsaðilum GSÍ.

„Golfdagurinn hefur aldrei verið haldin áður hér hjá okkur í Mostra eða í nágrenninu og við erum afskaplega glöð og kát með þetta verkefni og vonandi tekst vel til. Þetta er auðvitað alltaf spurning um að fá fólk til að mæta. Við erum búin að gera okkar besta til að auglýsa og hvetja fólk til þess að líta við hjá okkur. Við erum mjög ánægð með framtak GSÍ að horfa upp fyrir Ártúnsbrekkuna. Það er í alla staði mjög jákvætt að fá svona verkefni í hendurnar, bæði gagnvart okkar félögum og gagnvart svæðinu í heild. Það þarf að líta mun meira út fyrir höfuborgarsvæðið í þessu sem öðru. Við vonum auðvitað að dagurinn laði að nýja iðkendur og þetta skili sér með einhverjum hætti,“ segir Ríkharður Hrafnkelsson, stjórnarmaður í Golfklúbbnum Mostra og formaður vallarnefndar Víkurvallar.

Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16. Allir eru velkomnir.

Ekki missa af frábæru tækifæri til að kynnast golfi á Vesturlandi.

Caption