Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 6. ágúst 2022 kl. 23:04

„Andlegi þátturinn hefur styrkst með reynslunni“ - segir Perla Sól

Perla Sól hefur án efa komið mest á óvart í Íslandsmótinu í golfi og leiðir eftir 3 hringi. Hún segir í viðtali við kylfing.is að andlegi þátturinn hafi styrkst hjá sér með reynslunni en hún eigi þó til að pirra sig yfir mistökum - en gleymi því síðan strax á eftir. Hún ræddi við Pál Ketilsson eftir þriðja hringinn sem hún lék á einu höggi undir pari.