Miðvikudagur 29. júlí 2015 kl. 17:37

6. þáttur Sjónvarp Kylfings: Íslandsmótið í höggleik og draumahöggstilraun Ragnhildar

Íslandsmótið í golfi er fyrirferðarmikið í 6. þætti  Sjónvarps Kylfings. Íslandsmótið í höggleik 2015 var haldið á Garðavelli á Akranesi 23.-26. júlí. Allir bestu kylfingar landsins mættu til leiks og lék á frábærum golfvelli. Við sýnum skemmtilega samantekt og ræðum einnig við formann Golfklúbbsins Leynis en klúbburinn fagnar 50 ára afmæli í ár. Einnig fylgjumst við með tilraun Ragnhildar Sigurðardóttur, fjórfalds Íslandsmeistara kvenna, en hún gerði frábæra tilraun við að fara holu í höggi á 6. brautinni.