Föstudagur 21. júlí 2017 kl. 11:16

Björgvin á sínu 54. Íslandsmóti í golfi: Fyrsti sigurinn eftirminnilegastur

Björgvin Þorsteinsson sexfaldur Íslandsmeistari í golfi tekur þátt í 54. sinn í röð á
Íslandsmótinu í golfi en hann er jafnframt elsti keppandinn í karlaflokki. Björgvin tók fyrst þátt
árið 1964 í Vestmannaeyjum en hann er 64 ára.
Forseti Golfsambandsins sagði við upphaf Íslandsmótsins á Hvaleyri að þátttaka Björgvins í 54 ár í röð væri líklega heimsmet.
Páll Ketilsson hitti Björgvin daginn fyrir mótið á 18. flötinni á Hvaleyrinni og ræddi við hann.