Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 7. ágúst 2021 kl. 10:21

Búinn að bíða lengi eftir þessum - segir Aron Snær sem fékk 13 fugla á fyrstu 36 holunum

Aron Snær Júlíusson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með forystu eftir tvo keppnisdaga á Íslandsmótinu í höggleik á Jaðarsvelli á Akureyri. Hann hefur leikið mjög gott golf og fengið 13 fugla á 36 holum eða um það bil þriðju hverju holu.

Aron hefur verið meðal bestu kylfinga landsins undanfarin ár og unnið mörg mót en Íslandsmeistaratitilinn vantar í bikarasafnið og hann segist vera búinn að bíða lengi eftir honum. Aron Snær ræddi við Pál Ketilsson á Jaðri.