Fimmtudagur 2. ágúst 2012 kl. 08:44

Daly sló af andliti Feherty

John Daly fékk að slá golfhögg á dögunum sem margir kylfingar á PGA-mótaröðinni væru eflaust til í að slá. Daly sló nefnilega golfbolta sem..

John Daly fékk að slá golfhögg á dögunum sem margir kylfingar á PGA-mótaröðinni væru eflaust til í að slá. Daly sló nefnilega golfbolta sem sjónvarpsmaðurinn David Feherty tíaði upp með munni sínum.

Feherty er þekktur fyrir að gera grín af kylfingum á PGA-mótaröðinni og segir sína skoðun yfirleitt umbúðarlaust. Það væru því eflaust sem væru til í að launa honum lambið gráa.

Daly sló frábæru teighöggi úr munnviki Feherty sem var með lokuð augun er Daly sló. Við mælumst auðvitað stranglega gegn því að íslenskir kylfingar reyni þetta heima hjá sér.