Laugardagur 22. júlí 2017 kl. 19:09

Fannar Ingi enn og aftur í vandræðum á 18. holu - viðtal

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis hefur farið illa út úr 18. holunni á Hvaleyrinni síðustu tvo daga en segist þrátt fyrir áföllin bara betra að þurfa að sækja á lokadeginum. Hann fékk þrefaldan skolla og segir frá því hvernig það gerðist í viðtali við Pál Ketilsson í Sjónvarpi Kylfings.is.
Fannar er ásamt Haraldi Franklín í 2.-3. sæti, þremur höggum á eftir heimamanninum Axel Bóassyni fyrir lokadaginn.