Fljúgandi örn hjá Stenson
Svíinn Henrik Stenson kláraði leik sinn við Thongchai Jaidee með flottum erni á heimsmótinu í holukeppni í Englandi. Þetta var á 17. braut og innáhöggið flaug beint að pinna en fékk skemmtilegan bakspuna ofan í holuna eins og sjá má í myndskeiðinu.