Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 8. júní 2020 kl. 19:42

Golfsjónvarp: Gekk ágætlega að eiga við vindinn

Aron Snær Júlíusson úr GKG segist hafa spilað gott golf á Golfbúðarmótinu á stigamótaröðinni á Hólmsvelli í Leiru. Hann vann öruggan sigur en hann lék fyrstu tvo hringina á 8 undir pari en lék svo síðasta hringinn á tveimur yfir pari og endaði því á sex undir pari vallarins.

Hann náði að hemja boltann við frekar aðstæður en Leirulognið var á nokkuð mikilli ferð alla keppnisdagana, ýmist úr norðri eða úr suðri eins og það var lokadaginn.

„Mér gekk bara ágætlega að eiga við vindinn, er yfirleitt ekki í vandræðum í vindinum. Ég verð á Íslandi í sumar en ég ætlaði að vera á Nordic mótaröðinni núna en vegna Covid-19 þá breyttust þær fyrirætlanir,“ segir Aron Snær meðal annars í viðtalinu við Pál Ketilsson að loknu Golfbúðar mótinu í Leiru.