Þriðjudagur 4. nóvember 2014 kl. 13:21

GolfTV: Áhugamaður sýndi Furyk hvernig á að fara holu í höggi

Mike Colb fékk 15 sekúndur af frægð og frama þegar hann sló draumahöggið á einni frægustu golfholu veraldar – 17. á TPC Sawgrass vellinum. Colb var þar í ráshóp með Jim Furyk sem var þar að starfa fyrir styrktaraðila sinn MetLife en Colb var þar í boði fyrirtækisins. Það er óhætt að segja að Colb hafi fagnað högginu og Furyk hafði lítinn áhuga á að slá á eftir honum.