Sunnudagur 31. ágúst 2014 kl. 09:03

GolfTV: Er þetta pútt ársins? - Garrigus með ótrúlegt pútt

Robert Garrigus setti niður ótrúlegt pútt á þriðja keppnisdegi á Deutsche Bank meistaramótinu á PGA mótaröðinni i gær. Bandaríkjamaðurinn miðaði aldeilis ekki beint á holuna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan og hann átti bágt með að trúa því þegar hann sá boltann detta ofaní holuna.