Laugardagur 21. maí 2011 kl. 14:40

GolfTV: Hvar stendur golfiðnaðurinn eftir kreppuna?

Það ríkti mikil óvissa innan golfheimsins í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á haustið 2008. Í kjölfarið var mörgum verkefnum slegið á frest eða jafnvel ýtt út af borðinu. Meðal þessara verkefna var golfvöllur Tiger Woods í Dubai en aðeins er búið að klára sex holur á stóru og miklu golfsvæði sem miklum fjármunum var varið í til að koma í framkvæmd.

Niðurskurður var óumflýjanlegur innan golfheimsins í kjölfar aukinnar pressu um lægra verð. Í myndbandinu hér að ofan er fjallað um hvernig mismunandi svið innan golfheimsins hefur reytt af í kjölfar efnahagshrunsins.


Hér má sjá ókláraðann golfvöll Tiger Woods í Dubai.