Þriðjudagur 31. maí 2016 kl. 14:00

GolfTV: Risastór krókódíll á golfvelli í Flórída

Kylfingar í Flórída ráku upp stór augu þegar þeir léku Buffalo Creek Golf Course í Flórída í vikunni. Á einni holunni kom til þeirra risastór krókódíll sem labbaði hinn rólegasti yfir golfvöllinn.

Talið er að krókódíllinn hafi verið um 16 fet sem eru tæplega 5 metrar. Því er ótrúlegt að myndatökumaðurinn hafi staðið hinn rólegasti og náði að mynda dýrið. Charles Helms var spurður út í það hvernig hann þorði að mynda krókódílinn og hann svaraði: „Hvernig getur maður sleppt því að taka þetta upp?“

„Það er mjög algengt að sjá krókódíl á golfvelli í Flórída og þeir haga sér alveg,“ sagði Helms. „Ef þú hins vegar ógnar dýrinu eða eitthvað álíka þá ertu í vondum málum.“