GolfTV: Samantekt frá öðrum keppnisdegi á Deutsche Bank
Jason Day og Ryan Palmer eru efstir og jafnir fyrir þriðja hringinn á Deutsche Bank mótinu á TPC Boston vellinum en mótið er annað mótið af alls fjórum í FedEx úrslitakeppni PGA. Það ríkir mikil spenna fyrir þriðja hringinn en samantekt frá öðrum keppnisdegi má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Day og Palmer eru báðir á 8 höggum undir pari samtals en Day lék á 68 höggum og Palmer á 71 á öðrumk keppnisdeginum. Lokadagurinn verður án efa spennandi því fjórtán kylfingar eru fjórum höggum eða minna á eftir efstu mönnum.