Miðvikudagur 1. júní 2016 kl. 15:00

GolfTV: Scott Jamieson með holu í höggi á BMW PGA Championship

Það er draumur allra kylfinga að fara holu í höggi. Það er fátt sem jafnast á við tilfinninguna þegar kylfingur fer holu í höggi en ætli það sé ekki enn betra að fara holu í höggi á BMW móti og fá einn glænýjan BMW M2 til viðbótar.

Scott Jamieson fór holu í höggi á BMW PGA Championship um síðustu helgi á öðrum hring mótsins. Það gerði hann á 10. holunni á Wentworth vellinum og fékk fyrir höggið BMW M2.

Myndband af högginu er hér að neðan en Jamieson var ekki mikið að flækja þessa rúmlega 160 metra löngu par 3 holu.