Fimmtudagur 4. desember 2014 kl. 07:49

GolfTV: Þriggja ára einhentur strákur í púttkeppni gegn Tiger Woods

Tommy Morrissey, er rúmlega þriggja ára gamall drengur, sem hefur vakið athygli fyrir golfhæfileika sína í Bandaríkjunum. Tommy er með einn handlegg en þegar hann fæddist kom í ljós að hægri framhandlegginn vantaði á hann. Golfíþróttin er það sem Tommy elskar mest og hann er með ótrúlega hæfileika á því sviði. Hann fékk að hitta Tiger Woods á dögunum og hér er myndband frá heimsókninni.