Þriðjudagur 2. desember 2014 kl. 00:02

GolfTV: Tiger Woods viðraði „nýju“ sveifluna á Isleworth

Tiger Woods mætir til leiks á ný á golfvöllinn eftir langt hlé í þessari viku. Margir bíða spenntir eftir því hvernig Woods mun leika en hann sló af krafti á æfingasvæðinu á Islewort í dag. Þessar myndir náðust af Woods á æfingasvæðinu og er ekki annað að sjá en að krafturinn sé enn til staðar.

Woods mun nota ýmsar nýjar gerðir af kylfum á mótinu þar sem hann er gestgjafi. Aðeins 18 kylfingar taka þátt en mótið er boðsmót og er ekki hluti af PGA mótaröðinni.

Nýju kylfurna sem verða í golfpokanum hjá Woods í þessari viku eru:
Nike Vapor Speed dræver sem er sérsmíðaður fyrir Tiger Woods.
Nike Vapor Speed brautartré (3 og 5)
Nike Vapor Pro járn.
Nike 2014 RZN Black golf ball

Chris Como er nýr sveifluþjálfari hjá Tiger Woods og sérfræðingar sem sáu til Woods í gær segja að hann hafi slegið ýmsar gerðir af golfhöggum eftir „pöntun“.

Woods hefur ekki keppt á golfmóti frá því í ágúst þegar hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu. Hann fór í aðgerð á baki í lok mars og missti af tveimur af alls fjórum risamótum ársins 2014. Hann hefur ekki sigrað á risamóti frá árinu 2008 en hann er með 14 risatitla og þarf fimm til viðbótar til þess að ná metinu af Jack Nicklaus sem sigraði á 18 risamótum á ferlinum.