GolfTV: Vegleg umfjöllun um Vestmannaeyjar í Golfing World
Einn af bestu golfsjónvarpsþáttum heims, Golfing World, var í heimsókn hér á landi fyrir skömmu. Íslandi eru gerð góð skil í þættinum og er meðal annars farið í heimsókn til Vestmannaeyja. Vestmannaeyjavöllur er kynntur fyrir erlendum golfáhugamönnum.
Golfing World þátturinn er sýndur á SkjárGolf og er óhætt að segja að þátturinn sé fyrir fréttaþyrsta golfáhugamenn. „Þetta er langfallegasti golfvöllur sem ég hef leikið á,“ sagði breskur kylfingur í samtali við Golfing World. Hér að ofan má sjá umfjöllun þáttarins um Vestmannaeyjavöll.