Föstudagur 21. júlí 2017 kl. 00:46

Guðmundur Ágúst: „Pútterinn var heitur“

Videomyndir af Guðmundi og viðtal eftir fyrsta hring

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék mjög gott golf á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Hvaleyrarvelli. Guðmundur er í 2. sæti og kom inn á 5 höggum undir pari.

„Pútterinn var heitur og ég lék líka vel, gerði fá mistök,“ sagði kappinn en Sjónvarp Kylfings.is fylgdi kappanum og ræddi við hann eftir hringinn.