Föstudagur 21. júlí 2017 kl. 21:27

Guðrún Brá í viðtali: Fékk fugl á öllum nýju brautunum

Sýndi heimavallarstyrk og setti nýtt vallarmet á Hvaleyrarvelli

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var að vonum sátt eftir vallarmetshring á Íslandsmótinu í höggleik á Hvaleyri á öðrum degi. Hún lék nánast óaðfinnanlegt golf en Sjónvarp Kylfings.is spurði hana út í vandræðin á 15. braut á fyrsta degi. Það var annað uppi á teningnum hjá Hvaleyrardömunni á öðrum hring eins og kemur fram í viðtalinu hér í fréttinni.