Miðvikudagur 25. júlí 2018 kl. 23:01

Haraldur Franklín gerir upp Opna mótið: Hefði viljað nýta tækifærið betur

Haraldur Franklín Magnús segir að Opna mótið á Carnoustie hafi verið mesta upplifun hans á golfferlinum en hefði viljað ná betri árangri. Stökkið frá minni mótaröðum á stærsta sviðið í golfheiminum hafi þó kannski verið of stórt. Páll Ketilsson, ritstjóri kylfings.is ræddi við Harald  Magnús eins og hann var kallaður á mótinu í Skotlandi um upplifunina, golfhringina á mótinu, markmiðin og árangurinn.