Föstudagur 27. október 2017 kl. 16:10

Hér um bil öðruvísi „fugl“ á fimmtu í Leirunni - video

Flygildi kylfings.is lenti heldur betur í hættu í Leirunni í vikunni. Þegar dróninn var sendur út á völl í haustblíðunni og flaug í „sakleysi“ sínu yfir 5. braut sló félagsmaður í Golfklúbbi Suðurnesja grunlaus upphafshögg á 5. teig, hitti boltann ágætlega sem flaug nokkuð hátt og með smá „slæsi“. Boltinn flaug síðan rétt fyrir neðan drónann og mátti ekki miklu muna að hann hefði farið í tækið. Það hefði verið óvæntur og öðruvísi „fugl“ hjá kylfingnum. Að sama skapi skaði fyrir eigandann.
Meðfylgjandi er stutt myndskeið frá atvikinu og sýnir skemmtilega mynd yfir hluta af Hólmsvelli í Leiru sem er enn í sumarskapi. Margir hafa sótt Leiruna síðustu daga og vikur í góða veðrinu.