Fimmtudagur 7. september 2017 kl. 11:42

Högglengstu kylfingar heims!

Hvernig er hægt að slá nærri 400 metra högg? Bandaríkjamaðurinn Justin James tók það í heimsmeistaramótinu í lengsta drævi, Volvik World Lond Drive Championship sem fram fór í Thaackerville í Oklahoma. Við erum að tala um 435 jarda upphafshögg hjá kappanum eða rétt um 400 metra.
James sem er 27 ára hefur sigrað þrívegis á mótaröðinni World Long  Drive Tour og hann er núna númer eitt í heiminum. Þetta er högglengsti gaur í heimi!
Það er líka svona keppni hjá kvenfólkinu. Sænska golfkonan Sandra Carlborg sigraði í 5. sinn og sló lengsta höggið sitt 290 metra eða 320 jarda.

Meira á http://www.worldlongdrive.com/
Hér er myndskeið frá keppninni:

http://www.worldlongdrive.com/