Hvaða kylfingar eru líklegir til að komast á ÓL í Brasilíu?
Keppt verður í golfi á sumarólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 og það er fylgst vel með því hvaða kylfingar eru líklegir til þess að fá keppnisrétt á leikunum. Alþjóða ólympíunefndin hefur ákveðið að 60 karla og 60 konur fái keppnisrétt á ÓL en þar verður keppnisfyrirkomulagið höggleikur og 72 holur alls.
Fimmtán efstu á heimslistanum eru ávallt öruggir með keppnisrétt á ÓL en að hámarki geta fjórir keppendur frá sama landi komist að. Heimslistinn mun síðan ráða því hvaða aðrir kylfingar komast á ÓL. Enginn íslenskur kylfingur er á þessum lista og litlar líkur á því að það muni breytast en Birgir Leifur Hafþórsson er í 1.336 sæti á heimslistanum og hefur hæst komist í sæti nr. 660 árið 2007.
Eftirtaldir kylfingar væru að fara að keppa á ÓL ef leikarnir færu fram í dag:
Karlar:
Argentína: Angel Cabrera (71), Emiliano Grillo (134)
Ástralía: Adam Scott (2) Jason Day (4)
Austurríki: Bernd Wiesberger (62)
Bangladesh: Siddikur Rahman (182)
Belgía: Nicolas Colsaerts (101)
Brasilía: Adilson da Silva (241)
Kanada: Graham DeLaet (28), David Hearn (154)
Chile: Felipe Aguilar (193), Mark Tullo (413)
Kína: Liang Wen-Chong (119), Wu Ashun (140)
Kolumbía: Camilo Villegas (278)
Danmörk: Thomas Björn (27), Thorbjörn Olesen (60)
Fijí: Vijay Singh (155)
Finnland: Mikko Ilonen (59), Roope Kakko (208)
Frakkland: Victor Dubuisson (23), Gregory Bourdy (109)
Þýskaland: Martin Kaymer (50), Marcel Siem (106)
Bretland: Justin Rose (6), Rory McIlroy (8)* (Ef McIlroy ákveður að leika fyrir Írland mun Ian Poulter (18) komast í breska liðið.
Indland: Anirban Lahiri (103) Gaganjeet Bhullar (141)
Írland: Graeme McDowell (15), Shane Lowry (96)
Ítalía: Francesco Molinari (46), Matteo Manassero (49)
Japan: Hideki Matsuyama (22), Koumei Oda (76)
Suður-Kórea: Hyung-Sung Kim (72), K.J. Choi (87)
Malasía: Nicholas Fung (239)
Mexíkó: Jose de Jesus Rodriguez (357)
Holland: Joost Luiten (45), Daan Huizing (207)
Nýja-Sjáland: Michael Hendry (214), Tim Wilkinson (261)
Noregur: Espen Kofstad (379)
Filippseyjar: Angelo Que (252), Antonio Lascuna (281)
Portúgal: Ricardo Santos (215), Jose-Filipe Lima (234)
Suður-Afríka: Charl Schwartzel (16), Ernie Els (29)
Spánn: Sergio Garcia (9),
Gonzalo Fernandez-Castano (40)
Svíþjóð: Henrik Stenson (3), Jonas Blixt (47)
Taíland: Thongchai Jaidee (52), Kiradech Aphibarnrat (67)
Bandaríkin: Tiger Woods (1), Phil Mickelson (4), Zach Johnson (7), Dustin Johnson (10)
Zimbabwe:
Brendon de Jonge (70)
Konur:
Ástralía: Karrie Webb (7), Katherine Kirk (107)
Belgía: Chloe Leurquin (453)
Kanada: Rebecca Lee-Bentham (193), Alena Sharp (232)
Chile: Paz Echeverria (429)
Kína: Shanshan Feng (6), Lin Xiyu (189)
Kína: Taipei Yani Tseng (39), Teresa Lu (53)
Kolumbía: Mariajo Uribe (128), Lisa McCloskey (200)
Danmörk: Line Vedel Hansen (182), Malene Jorgensen (253)
Finnland: Minea Blomqvist (264), Noora Tamminen (388)
Frakkland: Karine Icher (26), Gwladys Nocera (77)
Þýskaland: Sandra Gal (41), Caroline Masson (61)
Bretland: Catriona Matthew (10), Jodi Ewart Shadoff (52)
Indland: Gauri Monga (435)
Írland: Alison Walshe (102)
Ítalía: Giulia Sergas (81), Diana Luna (144)
Japan: Mika Miyazato (24), Ai Miyazato (27)
Suður-Kórea: Inbee Park (1), So Yeon Ryu (5), Na Yeon Choi (8), I.K. Kim (12)
Malasía: Kelly Tan (460)
Mexíkó: Alejandra Llaneza (355), Margarita Ramos (441)
Holland: Dewi Claire Schreefel (113), Christel Boeljon (130)
Nýja-Sjáland:Lydia Ko (4), Kim Dana (122)
Noregur: Suzann Pettersen (2) Marianne Skarpnord (266)
Paragvæ: Julieta Granada (84)
Filippseyjar: Jennifer Rosales (148)
Rússland: Maria Balikoeva (332)
Suður-Afríka: Lee-Anne Pace (51), Ashleigh Simon (173)
Spánn: Beatriz Recari (21), Azahara Munoz (32)
Svíþjóð: Caroline Hedwall (22), Anna Nordqvist (14)
Sviss: Fabienne In-Albon (455), Anais Maggetti (488)
Taíland: Pornanong Phatlum (31) Ariya Jutanugarn (35)
Bandaríkin: Stacy Lewis (3), Lexi Thompson (9), Paula Creamer (11), Cristie Kerr (13)
Venesúela: Veronica Felibert (329)