Föstudagur 21. júlí 2017 kl. 21:15

Hver verður með heitasta pútterinn? Guðmundur Ág. og Fannar Ingi í viðtali

Sex kylfingar efstir og jafnir á 5 höggum undir pari þegar Íslandsmótið í höggleik er hálfnað

Þeir sem pútta best munu vinna þetta Íslandsmót - um það eru efstu menn á Íslandsmótinu í höggleik sammála. Sex kylfingar eru efstir á -5 og Sjónvarp Kylfings.is ræddi við þá Guðmund Ágúst Kristjánsson og Fannar Inga Steingrímsson eftir annan hringinn á Hvaleyrinni.