Fimmtudagur 5. apríl 2018 kl. 11:00

Krakkarnir eru með á Masters

Börn kylfinga á Masters fá að njóta sín í Par 3 holu mótinu og léttleikinn er allsráðandi á degi fyrir stóra mótið. Þau fá öll samfesting eins og kylfusveinar eru í á mótinu og fá að lyfta kylfum. Flest nota þau tækifærið á 9. brautinni og slá.

Hér er skemmtilegt myndskeið frá fjörinu á miðvikudegi fyrir Masters 2018.