Þriðjudagur 2. ágúst 2022 kl. 12:48

Loksins draumahögg hjá Hlyni Geir - byrjar með látum í Eyjum!

Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson er kominn út í Eyjar og byrjar með látum á æfingahring fyrir Íslandsmótið í golfi. Hann fór holu í höggi á 17. braut í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem kappinn nær draumahögginu en hann hefur leikið golf í 28 ár.

Svona lýsir hann þessu á Facebook:

„17.hola Vestmannaeyjum. 132 metrar, 9 járn. Logn og sól. 

Eftir 28 ár í golfi og mjög margir golfhringir kom loksins að þessu.

Þetta var GEGGJAÐ og ólýsanlega gaman og gera þetta með Gunnhildi var stór plús.

Kalli Haralds GV sagði að ég væri fjórði sem nær að fara holu í höggi á 17. holu frá upphafi.“

Í myndskeiði sem Gunnhildur kona hans tók spyr hún hann hvað hafi verið að gerast: „Ég ætla ekki að segja neitt en ég held ég hafi farið holu í höggi...“