Föstudagur 24. mars 2017 kl. 09:31

LPGA: Hápunktar fyrsta hringsins á Kia Classic

Cristie Kerr, Mo Martin og In Gee Chun deila forystunni eftir fyrsta hringinn á Kia Classic mótinu sem hófst á fimmtudaginn á LPGA mótaröðinni. Allar eru þær á 6 höggum undir pari, tveimur höggum betri en næstu kylfingar.

Ólafía Þórunn er meðal keppenda í mótinu en þetta er fjórða mótið hennar á tímabilinu. Hún er á höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn og í 65. sæti.

Hér að neðan er hægt að sjá hápunkta fyrsta hringsins.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is