Miðvikudagur 11. júlí 2018 kl. 15:44

LPGA kylfingur sló vindhögg í móti

Það er ekki oft sem vindhögg sjást hjá atvinnukylfingum en það gerðist þó nýlega í LPGA mótinu Thornberry Creek LPGA Classic. Hin spænska Beatriz Recari sem lék í Solheim-liði Evrópu 2013 og hefur sigrað þrívegis á mótaröðinni í Bandaríkjunum hitti ekki boltann í upphafshöggi.
Eins og sjá má á myndinni rennur hún aðeins til og stígur síðan til baka mjög undrandi. Slær svo næsta högg mjög vel.

Beatriz komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum fyrir fegurð sína og þegar við gúggluðum hana fundum við einmitt video með viðtali við hana og titillinn að myndskeiðinu er: Most beautiful women in golf!