Fimmtudagur 6. desember 2018 kl. 12:10

Myndband: Landsliðskylfingarnir Gísli og Bjarki ræða um háskólagolfið

Blaðamaður Kylfings hélt út til Bandaríkjanna á dögunum og hitti landsliðskylfingana Bjarka Pétursson og Gísla Sveinbergsson sem hafa undanfarin þrjú ár leikið fyrir Kent State háskólann í Ohio fylki.  

Golflið Kent State er eitt það besta í bandaríska háskólagolfinu en í fyrra endaði liðið í 10. sæti í landskeppni Bandaríkjanna.

Strákarnir settust niður með Kylfingi og úr varð tæplega 50 mínútna spjall sem má sjá hér fyrir neðan. Þar fara þeir Bjarki og Gísli yfir ástæðu þess að þeir fóru til Kent State á sínum tíma ásamt því að ræða almennt um háskólagolfið, þekkta kylfinga sem þeir hafa spilað gegn og framhaldið eftir skólann.

Sjá einnig:

Háskólagolfið: Bjarki sendi tölvupósta á 200 þjálfara
Liðsfélagi Bjarka og Gísla: Borgarnes er happiness

Ísak Jasonarson
isak@vf.is