Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2019 kl. 20:20

Myndband: Síðustu 10 holur Guðmundar á þriðja hringnum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR lék í dag þriðja hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 3 höggum yfir pari. Guðmundur er jafn í 82. sæti eftir daginn, einu höggi frá niðurskurðarlínunni en skorið verður niður eftir morgundaginn og komast þá 70 efstu kylfingarnir áfram.

Blaðamaður Kylfings fylgdist með Guðmundi spila síðustu 10 holurnar í dag og tók upp allt það helsta sem átti sér stað. Guðmundur fékk einungis einn fugl á hringnum en pútterinn var kaldur hjá Íslandsmeistaranum.

Eins og sjá má í myndbandinu var slátturinn þó góður eins og vanalega en eina brautin sem hann missti á þessum kafla var 9. brautin en þar var hann tvo metra hægra megin við braut.

Hér er hægt að sjá stöðuna í lokaúrtökumótinu.