Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 15. nóvember 2019 kl. 19:51

Myndband: Sjáðu allt það helsta frá fyrsta hringnum hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í dag fyrsta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á parinu. Fyrir vikið er GR-ingurinn jafn í 80. sæti af 156 keppendum.

Á hringnum fékk Guðmundur þrjá fugla og þrjá skolla en hann ræðir nánar um hringinn við blaðamann Kylfings í viðtalinu hér fyrir neðan. Hann hefði viljað byrja mótið ögn betur en var sáttur með lengdarstjórnunina í púttunum.

Í dag léku íslensku strákarnir á Hills vellinum á Lumine svæðinu en á morgun fara þeir á Lakes völlinn. Guðmundur býst við því að nota fleygjárnin meira á þeim velli.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá um 70 kylfingar áfram. Til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þurfa strákarnir okkar að enda í einu af 25 efstu sætunum að sex hringjum loknum.