Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2019 kl. 15:34

Myndband: Skrautlegur skolli hjá Bjarka

Bjarki Pétursson GKB lék í dag þriðja hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 5 höggum yfir pari og er fyrir vikið kominn aftur tvo yfir pari í heildina.

Bjarki er jafn í 121. sæti af 156 keppendum en alls komast um 70 manns áfram að fjórum hringjum loknum.

Þrátt fyrir skorið sýndi Bjarki nokkur lipur tilþrif á þriðja hringnum en í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Borgnesingurinn bjargar skolla eftir að hafa vippað í vatn á 8. holu. Bjarki þurfti að klæða sig úr skónum fyrir vippið en í viðtali við Kylfing sagðist hann hafa slegið það eins og glompuhögg.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.