Sunnudagur 17. september 2017 kl. 14:09

Myndbönd: Tveir íslenskir golfvellir frá nýju sjónarhorni

Þrír kylfingar úr Golfklúbbnum Keili tóku sig til á dögunum og spiluðu Hvaleyrarvöll. Það er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að þeir höfðu í för með sér nokkrar myndavélar og dróna og tóku upp ansi skemmtileg myndbönd frá hringnum. Kylfingarnir eru þeir Ísak Jasonarson, blaðamaður Kylfingur.is, Benedikt Sveinsson og Vikar Jónasson, núverandi stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar.

Það hefur færst í aukana að nýta sér hina ýmsu tækni, og þar á meðal dróna, til að taka upp myndbönd. Til að mynda mætti ein helsta youtube-golfstjarnan, Mark Crossfield, til landsins í sumar og spilaði nokkra velli á Íslandi þar sem hann nýttist við hina ýmsu tækni til að taka upp myndböndin sín. 

Það er því aldrei að vita hvert framhaldið verður hjá þessum þremur en þeir hafa nú þegar tekið upp tvö mynbönd og er hægt að sjá þau bæði hér að neðan. Það fyrra er tekið á Urriðavelli, og voru þá Ísak og Vikar einir síns liðs, en í síðara mynbandinu voru þeir búnir að fá Benedikt Sveinsson með sér í lið.