Laugardagur 22. júlí 2017 kl. 19:11

Ragnhildur: „Erfitt að halda boltanum í leik í hrauninu“

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR segir að þrátt fyrir klúður á síðustu holunni í þriðja hring sé hún bjartsýn fyrir lokadaginn og aðspurð um hvernig andrúmsloftið sé í lokahollinu segir hún það mjög gott. Páll Ketilsson fór yfir stöðu mála eftir 3 daga og ræddi við Ragnhildi um vandræðin á 18. brautinni í þriðja hringnum.

Þrjár efstar og jafnar, Guðrún Brá, Valdís Þóra og Ragnhildur Kristinsdóttir á 18. teig í þriðja hring.